Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Strendur og grunnsævi Vesturlands draga að sér mikinn fjölda sjófugla og vaðfugla, sem setja sterkan svip á fuglalíf landshlutans. 
Af 75 íslenskum fuglategundum verpa um 60 árlega á Vesturlandi. Að auki fara fimm tegundir svokallaðra fargesta um svæðið í þúsundatali að vori og hausti á leið sinni til og frá varpstöðvum á Grænlandi og Kanada. 
Haförninn má sjá um allt Vesturland en aðalheimkynni hans eins og dílaskarfs og toppskarfs eru við Breiðafjörð. Á meðal annarra athyglisverðra tegunda má nefna brandönd og blesgæs í Borgarfirði, flórgoða og skeiðönd í Staðarsveit og bjargfugla og kríu á utanverðu Snæfellsnesi. Í siglingum frá Stykkishólmi má komast í návígi við marga af sjófuglunum.

Akranesviti
Akranesviti er opinn allt árið um kring. Útsýnið frá toppi vitans er stórfenglegt allan hringinn, frá Reykjanesskaga, yfir höfuðborgina, Faxaflóann og út að Snæfellsjökli. Á veturna getur norðurljósadýrðin við vitana verið alveg einstök upplifun í góðum veðurskilyrðum. Tónleikar og listsýningar eru í vitanum á opnunartíma. Opnunartími: Virkir dagar: 10:00-16:00 Helgar: 12:00-15:00
Láki Tours
Láki Tours býður upp á hvalaskoðun frá Ólafsvík og Lundaskoðun frá Grundarfirði á Snæfellsnesi. Einnig bjóða þau upp á hvalaskoðunarferðir frá Hólmavík á Vestfjörðum.  Hvalaskoðun frá Ólafsvík Vesturland er sannkölluð paradís fyrir hvala-áhugafólk og er það þekkt fyrir einstakar hvalategundir. Snæfellsnes er eini staðurinn á Íslandi sem háhyrningar sjást reglulega. Önnur einstök tegund er búrhvalur. Búrhvalir eru stærstu tannhvalir í heimi og þeir kafa einna dýpst af öllum hvölum. Aðrar tegundir sem sjást reglulega eru hnúfubakar, hrefnur, grindhvalir og hnýðingar. Hvalaskoðun frá Ólafsvík er í boði frá miðjum febrúar til lok september og getur hver ferð varað frá 2 klst upp í 3,5 klst. Útsýnið á stórkostlegt landslagið um kring, m.a. á jökulinn og Kirkjufellið fræga eykur upplifunina á góðviðrisdögum.   Árstími: Febrúar - September Heimilisfang: Norðurtangi 9, 355 Ólafsvík Lundaskoðun frá Grundarfirði Melrakkaey er friðland skammt frá Grundarfirði en þangað koma saman hundruðir lunda og annarra sjófugla yfir sumartímann. Láki Tours býður upp á 1,5 klst. lundaskoðunarferðir að eyjunni þar sem má sjá lundann annast hreiður sín. Siglt er á hefðbundnum eikarbáti út að eyjunni. Það er stórkostlegt að sjá lundana stilla sér upp á klettabrúninni eins og varðmenn á vakt á meðan aðrir sjófuglar vaða í sjónum í kringum stuðlabergið. Siglt er í kringum eyjuna í rólegheitum sem gefur gestum frábær tækifæri til að smella skemmtilegum myndum af fuglunum. Töfrandi landslagið í kring eykur svo sannarlega upplifunina með Kirkjufellið drottnandi yfir umhverfinu.  Árstími: Júní - ágúst Heimilisfang: Nesvegur 1-3, 350 Grundarfjörður Fylgið okkur á samfélagsmiðlum þar sem við deilum reglulega myndum frá ferðunum - Facebook , Instagram 

Aðrir (4)

Kraftganga Lækjargata 4 101 Reykjavík 899-8199
Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Sea Angling Stapi Grundarslóð 10 356 Snæfellsbær 697 6210