Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ferðasalar

Mörg fyrirtæki sérhæfa sig í skipulagningu dagsferða um allt land. Til þess að fólk fái sem mest út úr ferðalaginu sínu mælum við með að skoða hvað skipuleggjendur dagsferða á Vesturlandi hafa uppá að bjóða.

Vestur Adventures
Skipulagðar kayak ferðir við Kirkjufell og nágrenni er mögnuð upplifun. Þú munt upplifa óspillta nátúru, fuglalíf og fræðast um sögu staðarins. Einnig eru miklar líkur á að forvitnir selir verði á leið okkar. Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Glacier Paradise
Viltu upplifa leyndardóma Snæfellsjökuls? Komdu og skoðaðu útsýnið og fegurðina sem Snæfellsjökull hefur uppá að bjóða. Að vera þarna og horfa yfir Breiðafjörðinn og Vesturlandið er bara ekki lýsandi fegurð sem er þarna. 
Láki Tours
Láki Tours býður upp á hvalaskoðun frá Ólafsvík og Lundaskoðun frá Grundarfirði á Snæfellsnesi. Einnig bjóða þau upp á hvalaskoðunarferðir frá Hólmavík á Vestfjörðum.  Hvalaskoðun frá Ólafsvík Vesturland er sannkölluð paradís fyrir hvala-áhugafólk og er það þekkt fyrir einstakar hvalategundir. Snæfellsnes er eini staðurinn á Íslandi sem háhyrningar sjást reglulega. Önnur einstök tegund er búrhvalur. Búrhvalir eru stærstu tannhvalir í heimi og þeir kafa einna dýpst af öllum hvölum. Aðrar tegundir sem sjást reglulega eru hnúfubakar, hrefnur, grindhvalir og hnýðingar. Hvalaskoðun frá Ólafsvík er í boði frá miðjum febrúar til lok september og getur hver ferð varað frá 2 klst upp í 3,5 klst. Útsýnið á stórkostlegt landslagið um kring, m.a. á jökulinn og Kirkjufellið fræga eykur upplifunina á góðviðrisdögum.   Árstími: Febrúar - September Heimilisfang: Norðurtangi 9, 355 Ólafsvík Lundaskoðun frá Grundarfirði Melrakkaey er friðland skammt frá Grundarfirði en þangað koma saman hundruðir lunda og annarra sjófugla yfir sumartímann. Láki Tours býður upp á 1,5 klst. lundaskoðunarferðir að eyjunni þar sem má sjá lundann annast hreiður sín. Siglt er á hefðbundnum eikarbáti út að eyjunni. Það er stórkostlegt að sjá lundana stilla sér upp á klettabrúninni eins og varðmenn á vakt á meðan aðrir sjófuglar vaða í sjónum í kringum stuðlabergið. Siglt er í kringum eyjuna í rólegheitum sem gefur gestum frábær tækifæri til að smella skemmtilegum myndum af fuglunum. Töfrandi landslagið í kring eykur svo sannarlega upplifunina með Kirkjufellið drottnandi yfir umhverfinu.  Árstími: Júní - ágúst Heimilisfang: Nesvegur 1-3, 350 Grundarfjörður Fylgið okkur á samfélagsmiðlum þar sem við deilum reglulega myndum frá ferðunum - Facebook , Instagram 
Stóri Kambur
Hestaleiga Stóra-Kambs býður uppá hestaferðir undir Snæfellsjökli
Into the Glacier
Into the Glacier býður upp á ferðir í stærstu manngerðu ísgöng í heiminum. Í ferðinni er farið frá Húsafelli upp á Langjökul þar sem göngin eru staðsett í 2.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Ógleymanleg lífsreynsla í íslenskri náttúru. Við bjóðum upp á:  Our Glassic Into the Glacier Tour With pickup from Reykjavík  Into the Glacier and Snowmobile Combo  Into the Glacier & Northern Lights Tour  Private Tours 
Simply the West
Simply the West er framsækin ferðaskrifstofa sem býður upp á fjölbreyttar dagsferðir og er sífellt að bæta við. Við getum líka skipulagt afþreyingu á Vesturlandi og boðið upp á sérsniðnar einkadagsferðir.
Fjeldstedhestar.is
1-2 tíma hestaleiguferðir í fallegu umhverfi á bökkum Hvítár sem er jökul á sem kemur úr Eiríksjökli. Góð aðstaða í nýrri reiðskemmu sem er sér hönnuð fyrir falaða og hreyfihamlaða. Hesta við allra hæfi. Einnig reiðskóla sem eru 5 daga námskeið fyrir börn og unglinga yfir sumar tímann, frá mánudegi til föstudags. Nánari upplýsingar gunna@fjeldstedhestar.iswww.fjeldstedhestar.is
Dalahestar
Dalahestar er lítið fjölskyldu rekið fyrirtæki sem bíður upp á sérsniðna reiðtúra í fallegu nærumhverfi Hvammsfjarðar. Við bjóðum einstaklingum og litlum hópum að upplifa einstaka náttúru og útsýni.  Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana. 
Húsafell Giljaböð
Húsafell Giljaböð bjóða upp á ferðir með leiðsögn í fullkomna hálendisslökun í einstökum giljaböðum. Ferðin hefst í afþreyingarmiðstöðinni Húsafelli þaðan sem ekið er að Deildargili. Á leiðinni fræðumst við meðal annars lítillega um endurnýjanlega orku og förum yfir bráðnandi jökulvatn úr jöklinum Ok, fyrsta íslensk jöklinum sem orðið hefur loftslagsbreytingum að bráð. Gengið er upp með Deildargili að útsýnispalli sem gefur fallegt sjónarhorn á Langafoss. Þaðan er farið um fallegan skógarstíg að Hringsgili þar sem gengið er niður tröppur að böðunum. Þar gefst gestum tækifæri á að skipta um föt og fara í pottana. Að því loknu er haldið til baka að Húsafelli.  Ferðin tekur tæpar tvær klukkustundir. Gengið er um 1,5 km. Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Söðulsholt
Ferðaþjónustan í Söðulsholti býður upp á gistingu í 4 bústöðum og er svefnaðstaða fyrir 4 í hverjum bústað. Bústaðirnir eru með 1 svefnherbergi/hjónarúm og svefnloft með tveimur einstaklingsrúmum, vel útbúið eldhús, setustofu, baðherbergi með sturtu og góða útiverönd með útigrill. Lágmarksdvöl eru frá 2-3 nætur. Gestir okkar geta bókað stuttar hestaferðir (hestaleiga) eða rennt fyrir lax og silung á svæðinu (Aukagjald). Einnig bjóðum við upp á hagabeit ef gestir okkar vilja koma með eigin hesta og njóta útreiðatúra á reiðvegum í Söðulsholti og nágrenni. Vinsamlegast hafið samband vegna bókana eða kynnið ykkur mögulegar dagsetningar á vefnum okkar.  Söðulsholt gisting 
Thor Photography
Thor Photography býður einstaklingum og hópum upp á ferðir og námskeið þar sem megináhersla er lögð á ljósmyndun og viðföngin eru helstu perlur íslenskrar náttúru. Lagt er upp úr því að velja staðsetningu sem hentar skilyrðum hverju sinni, og veita kennslu varðandi stillingar á myndavélum, hvernig skal ramma inn myndefnið, val á linsum og veita ráð og kennslu varðandi myndvinnslu og fleira.
Horse Centre Borgartún
Hestamiðstöðin Borgartún býður upp á 1-2 klst. reiðtúra í fallegu umhverfi í útjaðri Akranes. Reiðtúrarnir okkar eru dásamleg upplifun fyrir alla þá sem langar að prufa íslenska hestinn. Hvort sem þið eruð með eða án reynslu, ung eða gömul, þá eru þessir vinalegu og lipru hestar auðveldir í meðhöndlun og skemmtilegir í þeirra náttúrulega umhverfi. Við sérhæfum okkur í minni hópum með persónlegri þjónustu og erum opin allan ársins hring. Þegar veðrið er okkur ekki hliðhollt, þá er alltaf hægt að fara á hestbak innandyra (reiðhöll).
Kast Guesthouse
Kast Guesthouse er staðsett í landi Lýsudals í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Það liggur neðan við Lýsuskarð sem er fallegt skarð á milli Lýsuhyrnu í austri og Ánahyrnu í vestri. Nafn gistiheimilisins er dregið af kyrrlátri og grasi vaxinni sléttu ofan við gistiheimilið þar sem merar kasta gjarnan og ala folöldin sín. 
Gufuá
Við bjóðum uppá tvenns konar upplifanir utandyra, þar sem þú kynnist mismunandi hliðum á sveitinni okkar fallegu. Annars vegar er það hið sívinsæla Geitalabb með hobbitageitunum Gandálfi, Fróða og félögum. Geitalabbið er sérstaklega skemmtileg klukkustundar upplifun fyrir einstaklinga og hópa sem langar að hitta búsmalann og prófa eitthvað allt öðruvísi. Hins vegar er svo Náttúruganga með sagnaþul um vörðuslóðir landnámsjarðarinnar Gufár, þar sem náttúrufar, saga og sérkenni svæðisins eru skoðuð og ábúendur fyrr og nú kynntir til sögunnar. 2ja klst. ganga á þægilegum gönguhraða, hugsað fyrir hópa. Einstaklega skemmtileg og fróðlega afþreyging þar sem bóndi opnar dyrnar að býli sínu. Upplifun í anda Meet the locals. Við bjóðum uppá tvær mismunandi upplifanir: Geitalabb - Lesa meira   Náttúruganga með sagnaþul - Lesa meira 
Kontiki
Kontiki bíður uppá stuttar kayakferðir frá Stykkishólmi á Snæfellsnesi. Okkar aðal áherslur eru vistvæn ferðamennska með litla hópa í hvert skipti til að upplifa magnaða náttúru Breiðafjarðar. Þessi tveggja klukkustunda kajaksigling er hið fullkomna tækifæri til að kanna íslenska náttúru eins og hún gerist best og uppgötva kyrrð eyjalífsins. - hreint út sagt ómissandi fyrir náttúrubörn með ævintýraþrá sem langar að skoða Breiðafjörð. Þátttakendur fá byrjendakennslu í kajaksiglingum sem sniðin er að þörfum hvers og eins. Að því loknu halda þátttakendur ásamt leiðsögumanni í leit að lundum, selum og skipsflökum um leið og þeir fræðast um hina heillandi sögu og jarðfræði Snæfellsness.
The Cave
Víðgelmir er stærsti hraunhellir landsins. 1.600 metra langur hellirinn býr yfir mögnuðum litaafbrigðum og hraunmyndunum djúpt í iðrum jarðar og með sínum framúrskarandi fjölbreytileika og glæsileika býður hann upp á ógleymanlega lífsreynslu.  Við bjóðum upp á fjölskylduvænar ferðir sem allar kynslóðir geta notið, þökk sé nýrri göngubrú og lýsingu í hellinum. Fyrir þá sem kjósa meiri áskorun, þá bjóðum við einnig upp á hálfs dags ferð alveg inn í enda hellisins, út fyrir manngerð þægindi. Hellar eru oft dimmir og þröngir en það á ekki við um Víðgelmi. Það sem áður var seinfarið, harðgert landslag er nú auðvelt og skemmtilegt yfirferðar. 
Sæferðir
Ævintýraferðin Víkingasushi er mjög vinsæl afþreying. Siglt er um eyjarnar óteljandi, skyggnst inn í ævintýraheim Breiðafjarðar, skoðaðar fjölbreytilegar bergmyndanir, sögulegar slóðir og sterkustu sjávarfallastraumar við Íslandsstrendur eru vel greinilegir. Fuglar, ferskt skeljasmakk, eyjarnar óteljandi, sagan og ógleymanleg ævintýri. Boðið er upp á siglingar allt árið. 
Sturlureykir Horse Farm
Hestarnir á Sturlureykjum taka vel á móti gestum og elska alla athygli enda eru þeir partur af fjölskyldunni, fædd að Sturlureykjum, ræktuð, tamin og þjálfuð af heimilisfólki. Heita vatnið skipar stóran sess í sögu Sturlureykja, en þar er fyrsta hitaveita í Evrópu og geta gestir kynnt sér sögu hitaveitunnar og skoðað heitan náttúruhver. Í boði er: Hestaleiga/Hestaferðir; Markmið okkar eru góð hross og persónuleg þjónusta, gestir geta valið sér tíma með því að hafa samband eða mætt á staðinn, í boði alla daga allt árið um kring. Heimsókn í Hesthús; Tekið á móti gestum í kaffistofunni, farið og kíkt á hestana, "Hestaselfie" er skemmtileg og ógleymanleg minning :) Skoðum heita hverinn og endað í kaffistofunni þar sem boðið er upp á kaffi, te, heitt súkkulaði og Hverarúgbrauð sem bakað er á staðnum Opið daglega frá 10:00 til 15:00.
Summit Adventure Guides
Vatnshellir er 8000 ára gamall hraunhellir sem varð til við eldgos í Purkhólum ofan við Malarrif á utanverðu Snæfellsnesi. Hellirinn varð til þegar yfirborðið á hraunrennslinu frá Purkhólum storknaði á meðan bráðið hraun hélt áfram að renna undir nýstorknuðu hrauninu. Það skildi eftir tómarúm þegar hraunrásin tæmdist við endalok eldgossins. Inngangurinn varð til þegar þak hellisins hrundi að hluta þegar hraunið byrjaði að kólna. Við bjóðum upp á 45 mínútna ferðir með leiðsögumanni í Vatnshelli.

Aðrir (49)

AE86 Barónsstígur 27 101 Reykjavík 659-8550
Bjarni Þorsteinsson 101 Reykjavík 899-7298
TourDesk Lækjartorg 5 101 Reykjavík 5534321
Spicy Viking Iceland Langholtsvegur 147 104 Reykjavík 868-4848
Unreal Iceland Mjóahlíð 16 105 Reykjavík 848-8468
FLÓKI TOURS Flókagata 1 105 Reykjavík 853-7575
Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Arctic Mike Iceland Fellsmúli 7 108 Reykjavík 894-2731
Tours in Iceland Fýlshólar 9 111 Reykjavík 788-5618
Boreal Austurberg 20 111 Reykjavík 8646489
Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Ottó the Viking Flétturimi 1 112 Reykjavík 788-3638
64N21W Þórðarsveigur 18 113 Reykjavík 832-9150
FishIceland Lundur 11, íbúð 503 200 Kópavogur 899-4247
HeidrunGuide / PrivateguideHeidrun Álfatún 19 200 Kópavogur 790-4101
Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
Icelandic Guides Lyngmóar 7 210 Garðabær 896-6288
Nordix Svölutjörn 57 260 Reykjanesbær 868-0329
B.DÓTTIR Photography Holtsgata 27 260 Reykjanesbær 8637175
Igólfur Jóhannesson Bjarkarholt 10 270 Mosfellsbær 855-2550
Dogsledding Iceland Þingvallasvæðið, Mosfellsbær 271 Mosfellsbær 8636733
Ísland Treasures / Menopause Morph Skagabraut 25 300 Akranes 824 1640
EvTaxi Háteigur 3 300 Akranes 7903838
Heimskauts skoðun slf. Vogabraut 18 300 Akranes 869-1431
Taxiice.is - Ari Grétar Björnsson Brekkubraut 8 300 Akranes 770-6644
Hundasledaskoli Skridhusky - 301 Akranes 7778088
Litlu Leyndarmálin Kveldúlfsgata 22 310 Borgarnes 698-0075
HVÍTÁ travel Þórólfsgata 12 310 Borgarnes 661-7173
Ben og félagar Bjarnarbraut 8 310 Borgarnes 8607566
Iceland By Horse Litla Drageyri 311 Borgarnes 697-9139
Hawk The Beard Tours Ártún 11 311 Borgarnes 845-3637
Þóra Sif Kópsdóttir Ystu-Garðar 311 Borgarnes 845-6647
Hömluholt ehf. Hömluholt 311 Borgarnes 435-6800
Giljar Horses & Handcraft Giljar 320 Reykholt í Borgarfirði 691-8711
Ocean Adventures Höfnin Stykkishólmi / Stykkishólmur Harbour 340 Stykkishólmur 8982028
Loa Tours Lágholt 21 340 Stykkishólmur 899-4151
Matur, saga og menning í Stykkishólmi / Gönguferðir í Stykkishólmi / Gönguleiðsögn á Snæfellsnesi Nesvegur 13 340 Stykkishólmur 534-2120
Berserkir og Valkyrjur Birkilundur 50 341 Stykkishólmur 820 0508
Einar Sveinn Ólafsson Fagurhólstún 9 350 Grundarfjörður 8970303
Snæfellsnes Adventure Grundargata 30 350 Grundarfjörður 897-0303
Snæfellsnes Excursions Sólvellir 5 350 Grundarfjörður 866-2552
Hergill Heruson Fákafell 350 Grundarfjörður 898-0548
Sea Angling Stapi Grundarslóð 10 356 Snæfellsbær 697 6210
Sögufylgja Böðvarsholt 356 Snæfellsbær 867-4451
Healing Moon Tvíoddi 356 Snæfellsbær 6998523
Þórunn Hilma Svavarsdóttir Neðri-Hóll 356 Snæfellsbær
Sögufylgja Álftavatn 356 Snæfellsbær 848-2339
The Grumpy Whale Bitra 801 Selfoss 888-5771
Alive Journeys Laufskógar 32 810 Hveragerði 618-2035